fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Arnar ræddi rauðu spjöldin – „Erfitt að segja vitandi hverjir eiga í hlut“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 18:39

Arnar Grétarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR tók á móti KA í Bestu deild karla í dag.

Heimamenn voru líklegri aðilinn í fyrri hálfleik. Þá fékk Oleksii Bykov í liði KA rautt spjald á 36. mínútu fyrir að slá til Kjartans Henry Finnbogasonar. Markalaust var þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var pirraður á hliðarlínunni í kvöld og uppskar hann rautt spjald á 48. mínútu. Tíu leikmönnum KA tókst að loka vel á KR-inga í seinni hálfleik og sækja virkilega sterkt stig manni færri.

„Ég sá þetta ekki. Það er erfitt að segja vitandi hverjir eiga í hlut. Allavega fullyrðir strákurinn að hann hafi ekki gert neitt,“ sagði Arnar við Stöð 2 Sport um rauða spjald Bykov. „Þetta er gríðarlega svekkjandi. Það er alltaf slæmt að missa mann í bann.“

Sem fyrr segir fékk Arnar sjálfur að líta rauða spjaldið í leiknum. „Maður á að vera þroskaðri en þetta. Ég lét þetta fara í skapið á mér og sagði einhverja hluti. Maður var ekki dónalegur en sagði hluti sem ég á ekki að segja. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga