fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Dagný Brynjars skrifar undir nýjan samning við West Ham

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 15:40

Mynd: West Ham United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við enska knattspyrnufélagið West Ham United sem gildir til sumarsins 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá West Ham í dag.

Dagný spilaði 28 leiki fyrir West Ham á síðasta tímabili og endaði það sem jafn markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk.

Hún segir það ekki hafa verið spurning í sínum huga að skrifa undir nýjan samning við West Ham þegar að henni bauðst það en Dagný hefur verið stuðningsmaður liðsins í fjölmörg ár.

,,Ég er mjög ánægð með að vera áfram hjá West Ham United. Ég hef notið tímans hérna og hlakka til að skapa fleiri minningar hér,“ sagði Dagný eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við West Ham United.

Hún segir félagið hafa fjölskyldubrag yfir sér. ,,Allir hér styðja mig dyggilega í móðurhlutverkinu með Brynjari syni mínum. West Ham United hefur látið mér og fjölskyldu minni líða eins og heima hjá okkur síðan að komum.“

„Ég held að ég hafi virkilega bætt mig sem leikmaður síðan ég kom til London. Ég vil samt halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja á þeim framförum sem við höfum náð á nýafstöðnu tímabili.“

Dagný segist hlakka til komandi tíma undir stjórn nýs þjálfara, Paul Konchesky. ,,Ég hlakka nú þegar til næsta tímabils. Þegar breytingar verða innan klúbbsins er alltaf svolítið leiðinlegt þegar maður þarf að kveðja, en það er líka spennandi!“

„Ég ber mikla virðingu fyrir Konch (Paul Konchesky) sem þjálfara, svo ég er spennt fyrir því að vera hluti af fyrsta West Ham liði hans,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Í gær

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði