fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Tveggja tíma hitafundur í Keflavík og Sigurður bauðst til að hætta – Stjórnin tók allt aðra ákvörðun

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkuð mikla athygli síðasta haust þegar stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur ákvað að láta Eystein Húna Hauksson fara úr starfi.

Eysteinn og Sigurður Ragnar Eyjólfsson höfðu stýrt liðinu saman í tvö ár með frábærum árangri, þeir komu liðinu upp í Bestu deildina og héldu liðinu þar á fyrsta ári. Brestir höfðu hins vegar komið í samstarfið og fjallað hafði verið um það í fjölmiðlum.

Eftir að mótinu lauk var ljóst að Sigurður vildi ekki halda áfram að vinna með Eysteini en hann ræddi málið í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær.

,,Við tókum góðan fund eftir mót, ég og Eysteinn með stjórn Keflavíkur og fórum yfir þau mál. Fyrir mitt leyti var ég ekki tilbúinn í áframhaldandi samstarf. Ég bauðst til þess að hætta, bæði sem þjálfari Keflavíkur sem og yfirmaður knattspyrnumála og hefði í raun og veru sætt mig við hvaða ákvörðun sem stjórnin hefði tekið. Hvort sem það var að ráða Eystein áfram eða hvað. Eina sem mér fannst ekki koma til greina var að við yrðum báðir áfram. Ég hef ekkert út á Eystein á að setja, honum var boðin staða í félaginu sem hann hugsaði lengi um,“ segir Sigurður Ragnar í þættinum 433.is.

video
play-sharp-fill

Hann segir að sem þjálfari geti maður valið hvað maður vilji gera en samt geti maður ekki valið alveg allt sem maður vill gera. ,,Mér fannst árangurinn sem við náðum saman frábær. En þetta voru orðin tvö ár og samstarfið var orðið þreytt að mínu mati og eflaust Eysteins líka. Við tókum tveggja klukkustunda fund með stjórn Keflavíkur og vorum mjög hreinskilnir báðir. Það var góður fundur og á endanum var þetta bara ákvörðun stjórnar.“

Kastaðist í kekki:

Í upphafi síðasta  sumars bárust fréttir af því allt hefði soðið upp úr á milli Sigga og Eysteins. Fjallað var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins er búsettur í Reykjanesbæ og kafaði ofan í málið. „Það var pirringur í þjálfarateyminu, Eysteinn og Siggi lentu upp á kant. Það var pirringur í nokkra daga en það var svo leyst,“ sagði Hrafnkell á sínum tíma.

Hrafnkell sagði að Eysteinn hafi ekki mætt til starfa í nokkra daga eftir rifrildi þeirra. „Þetta var 5-10 dögum fyrir mót. Það var bullandi dramatík, ég held að Eysteinn hafi ekki mætt í 4-5 daga á æfingar,“ sagði Hrafnkell

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
Hide picture