Genoa tók á móti Empoli í fyrsta leik dagsins í Seria A. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa í dag og spilaði allan leikinn. Genoa þurfti á sigri að halda í dag en liðið er í harðri fallbaráttu og hafði gert fimm jafntefli í röð fyrir leikinn.
Heimamenn í Genoa voru hættulegra liðið í dag og var Albert áberandi í sókn heimamanna sem áttu 7 skot á mark. Inn vildi boltinn ekki og 0-0 jafntefli því niðurstaðan í dag.
Genoa er enn í 19. sæti deildarinnar með 18 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Empoli er í 13. sæti deildarinnar.
Genoa 0 – 0 Empoli