fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Ítalski boltinn: Sjötta jafnteflið í röð hjá Genoa

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. mars 2022 13:29

Albert Guðmundsson / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Genoa tók á móti Empoli í fyrsta leik dagsins í Seria A. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa í dag og spilaði allan leikinn. Genoa þurfti á sigri að halda í dag en liðið er í harðri fallbaráttu og hafði gert fimm jafntefli í röð fyrir leikinn.

Heimamenn í Genoa voru hættulegra liðið í dag og var Albert áberandi í sókn heimamanna sem áttu 7 skot á mark. Inn vildi boltinn ekki og 0-0 jafntefli því niðurstaðan í dag.

Genoa er enn í 19. sæti deildarinnar með 18 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Empoli er í 13. sæti deildarinnar.

Genoa 0 – 0 Empoli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur