fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

,,Þetta var erfiður leikur frá fyrstu mínútu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 21:29

EPA-EFE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta var erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum bara ofjörlum okkar í dag, það er ekkert flókið,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins, á blaðamannafundi eftir erfitt 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í kvöld.

,,Við fáum svolítið auðveld mörk á köflum á okkur. Við höfum tapað svona stórt áður og þetta skilgreinir okkur ekkert. Við verðum bara að halda áfram.“

,,Við gerðum okkar allra besta í þessum leik það bara gekk ekki upp. Það var erfitt að skapa færi og erfitt að halda boltanum. Þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu. Kannski hefðum við af og til getað stigið hærra upp á völlinn og verið aðeins hugrakkari í pressunni.“

Jón Daði segir margt jákvætt hægt að taka úr leiknum þrátt fyrir slæmt tap. ,,Það er margt jákvætt í þessu. Þetta er góður lærdómur fyrir strákana sem eru í þessu, sérstaklega ungu. Mér fannst þetta verkefni allt í allt mjög flott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins