fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
433Sport

Ingi fékk dynjandi lófaklapp á ársþingi KSÍ eftir þrumuræðu – „Hversu smekklegur er þessi texti?“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 26. febrúar 2022 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Sigurðsson sem lætur af störfum hjá stjórn KSÍ fékk dynjandi lófaklapp á ársþingi KSÍ í dag eftir þrumuræðu sína. Ársþing sambandsins fer fram í dag þar sem kosið er til stjórnar og formanns.

Ingi var í stjórn KSÍ sem sagði af sér í lok ágúst en hann er verulega ósáttur með hvernig staðið var að málum þegar ÍTF krafðist þess að stjórn KSÍ segði af sér. Guðni Bergsson þá formaður stjórnar KSÍ hafði sagt af sér og vildi ÍTF að stjórnin færi sömu leið.

Málið kom upp í kringum málefni landsliðsmanna þar sem KSÍ var sakað um að hylma yfir og þagga niður meint brot þeirra.

Ingi ræddi um yfirlýsingu stjórnar KSÍ eftir að Guðni Bergsson sagði af sér þar sem kom fram að stjórnin ætlaði að sitja fram að ársþingi dagsins í dag. Ingi er ósáttur með ÍTF sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum.

„Það næsta sem gerist er að ÍTF boðar formannafund seint að kvöldi þessa sama dags. Fullkomlega við hæfi að félögin komi saman, ræði stöðuna og hvernig staðan blasi við samtökunum. Á fundinum er formaður ÍTF sem einnig situr í aðalstjórn KSÍ og flytur samtökunum væntanlega samantekt af atburðunum. Þar sem krafist er afsagnar stjórnar og framkvæmdarstjóra KSÍ, hvernig sú yfirlýsing varð til er allt annar handleggur. Hún fær ekki samþykki frá stjórnum knattspyrnudeilda aðildarfélaga ÍTF. Þar sem krafist er svo stórrar ákvarðanir, hefði ekki verið eðlilegt að óska eftir fundi með stjórn KSÍ. Hvað lá að baki? Hefði skipt máli hvort stjórnin hefði farið frá á mánudegi eða þriðjudegi? Vildi ÍTF ekki fá upplýsingar frá fleiri einum en úr stjórn KSÍ,“ sagði Ingi.

Orri Hlöðversson er formaður ÍTF og á hann sæti í stjórn KSÍ. „Samþykktu öll aðildarfélög ÍTF? Gerðu engin aðildarfélög athugasemd? Spyr sá sem ekki veit en hlustar á hvað aðildarfélögin.“

Yfirlýsing ÍTF frá 30 ágúst 2021:

Formannafundur ÍTF um málefni KSÍ var haldinn að kvöldi 29.ágúst 2021.

Á fundinum fór stjórn ÍTF yfir atburði helgarinnar og yfirlýsingu stjórnar KSÍ sem send var út 29. ágúst. Það var samhljóma niðurstaða fundarins að yfirlýsing KSÍ gangi allt of skammt og nauðsynlegt sé að framkvæmdastjóri og stjórn axli sameiginlega ábyrgð.

Með það fyrir augum að endurbyggja traust innan knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart KSÍ er það mat ÍTF að boða þurfi til auka ársþings samkvæmt lögum KSÍ. Þar sem kosin verður bráðabirgðastjórn sem situr fram að næsta ársþingi sem haldið verður í febrúar 2022. Framkvæmdastjóri KSÍ og hluti stjórnar hefur setið lengi og í ljósi stöðu sinnar bera þau ábyrgð á þeim málum sem til umfjöllunar hafa verið síðustu daga. Knattspyrnuhreyfingin getur ekki samþykkt að núverandi stjórn KSÍ og framkvæmdastjóri sambandsins muni leiða vinnu við að lagfæra þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menningu sem við lýði er innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Ingi hélt svo áfram:

„Hversu smekklegur er þessi texti gagnvart stjórnarfólki sem hefur gegnt trúnaðarstörfum um árabil. Þetta stenst ekki skoðun að mínu mati, eins og dómarinn í okkar fallega leik myndi segja “Nú fórstu í manninn en ekki boltann og gefa ÍTF gult spjald eða jafnvel rautt spjald.“

„Getur verið að forráðamenn ÍTF hafi ekki tekið mark á þeim upplýsingum sem þeir fengu. Hinn almenni stjórnarmaður hafði ekki hugmynd um þau mál sem ÍTF vitnar til og kemur fram í skýrslu ÍSÍ.“

Ingi fór næst yfir skýrslu ÍSI um málefni KSÍ þar sem kom fram að almennt stjórnarfólk hafi ekki verið með þöggun. Hann segir stjórn ekki hafa vitað af þessum málum fyrr en degi áður.

„Það hafa engin viðbrögð að mér vitandi komið frá ÍTF eða öðru aðildarfélagi, það tel ég mjög sérstakt. Það tók ÍTF ekki lengra en 12 klukkustundir að kalla eftir afsögn stjórnar. Það ætti ekki að leika neinn vafi á að yfirlýsing KSÍ 29. ágúst er varðar vilja stjórnarfólks var fullkomlega eðlileg. Þar sem vitneskja stjórnarfólks varð degi áður, 28. ágúst. Tveimur sólarhringum áður en ÍTF og níu önnur aðildarfélög kröfðust afsagnar stjórnar.“

„Yfirlýsing ÍTF þann 30. ágúst var unnin í fljótfærni og ekki nægilega vel ígrunduð, hún var með fullyrðingum sem eru rangar .Aðkoma stjórnarfólks var á engan máta eins og yfirlýsing ÍTF bar með sér.“

„Aðkoma stjórnarfólks var skoðuð af nefnd ÍSÍ og staðfest að vitneskja innan stjórnar var ekki fyrr en laugardaginn 28. ágúst. Þegar eftir því var gengið, í dag 26. febrúar. 81 degi eftir að skýrsla nefnd ÍSÍ hafa engin viðbrögð komið frá ÍTF eða öðrum. Ég spyr, finnst hreyfingunni það við hæfi eftir það sem á undan er gengið“

„Spyrja fyrst áður en skotið er reitt fram,“ sagði Ingi að lokum.

Ingi fékk dynjandi lófaklapp að lokinni ræðu sinni en aðeins Viðar Halldórsson formaður FH mætti og svaraði Inga og sagði. „Ég ætla ekki að fara ofan í þetta mál frá degi til dags. Leiðindamál, eriftt mál. Ég held að við getum sagt að allir hefðu mátt skoða betur hvað þeir gerðu frá degi til dags, við verðum að skilja það að ÍTF er komið til að vera. Við þurfum að standa sama,“ sagði Viðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki

Casemiro skaut Brasilíu í 16 liða úrslit með glæsilegu marki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra

KSÍ auglýsir eftir leyfisstjóra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“

KSÍ gefur út yfirlýsingu eftir fréttir dagsins – „Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti

Segir fréttamann RÚV hafa beitt „Auðuns Blöndal-trixinu“ í setti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð

HM-hlaðvarpið: Bono er horfinn og Gunni Birgis öðlast heimsfrægð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu

Hent úr hópnum af afar furðulegri ástæðu