fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 16:00

Walker / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker, hægri bakvörður enska landsliðsins, á verðugt verkefni fyrir höndum á laugardagskvöldið þegar England mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar. Það kemur líklega í hans hlut að stoppa Kylian Mbappe.

Walker hefur mætt Mbappe nokkrum sinnum sem leikmaður Manchester City gegn Paris Saint-Germain.

„Ég hef spilað gegn honum áður og það hjálpar auðvitað. Hann er samt frábær leikmaður á frábæru skriði svo þetta verður ekki auðvelt. Hann er einn sá besti í dag,“ segir Walker á blaðamannafundi.

„Ég veit að ég þarf að stoppa hann. Ég veit samt hvað ég get og verð að nálgast þetta eins og aðra leiki. Ég þarf að veita honum þá virðingu sem hann á skilið en ekki of mikla.“

Walker vildi hins vegar ekki ræða Mbappe of mikið.

„Þetta er ekki England gegn Mbappe. Þetta er England á móti Frakklandi. Við vitum að hann er góður leikmaður en ég ætla ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“