fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
433Sport

Nýjar fregnir sem munu gleðja stuðningsmenn Liverpool

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid mun taka þátt í kapphlaupinu um Jude Bellingham næsta sumar. Félagið mun þó ekki borga of mikið fyrir hann.

Það er Marca sem fjallar um þetta.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Miðjumaðurinn er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi, þar sem hann hefur farið á kostum.

Þá hefur frábært Heimsmeistaramóti hans með enska landsliðinu í Katar hingað til ekki minnkað áhugann.

Samkvæmt Marca leiðir Liverpool kapphlaupið um Bellingham. Sem stendur er talið líklegast að hann endi á Anfield eða hjá Real Madrid.

Nýjar fregnir af því að Real Madrid ætli sér hins vegar ekki að borga of háa upphæð fyrir kappann styrkir án efa stöðu Liverpool.

Það er talið að Dortmund vilji um 150 milljónir evra fyrir Bellingham.

Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020. Hann kom frá Birmingham.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Halldór steinhissa á fréttunum – „Þurfa þeir að fara selja klósettpappír og rækjur?“

Halldór steinhissa á fréttunum – „Þurfa þeir að fara selja klósettpappír og rækjur?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er ein verstu kaup í sögu úrvalsdeildarinnar en á betri stað í dag – ,,Góðar minningar og sumar ekki eins góðar“

Er ein verstu kaup í sögu úrvalsdeildarinnar en á betri stað í dag – ,,Góðar minningar og sumar ekki eins góðar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

De Gea með skýr skilaboð eftir leikinn – Birtir fræga klippu af Mourinho

De Gea með skýr skilaboð eftir leikinn – Birtir fræga klippu af Mourinho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Casemiro frá í þrjá leiki fyrir árás – Sjáðu þegar hann missti hausinn í dag

Casemiro frá í þrjá leiki fyrir árás – Sjáðu þegar hann missti hausinn í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Wolves rúllaði yfir Liverpool – Casemiro sá rautt í sigri

Enska úrvalsdeildin: Wolves rúllaði yfir Liverpool – Casemiro sá rautt í sigri
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa sent táningsstelpum óviðeigandi og kynferðisleg skilaboð – Vikið úr starfi og ekki í fyrsta sinn

Ásakaður um að hafa sent táningsstelpum óviðeigandi og kynferðisleg skilaboð – Vikið úr starfi og ekki í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Hart tekist á í nýjasta þættinum: Kristján öskrar á Mikael – ,,Djöfull ertu heimskur maður“

Hart tekist á í nýjasta þættinum: Kristján öskrar á Mikael – ,,Djöfull ertu heimskur maður“