fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Keane kominn í stríð við brasilísku þjóðina – Fær það óþvegið eftir þessi ummæli sín í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 12:04

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane verður þessa stundina fyrir harðri gagnrýni í Brasilíu fyrir ummæli sín um dans leikmanna og þjálfara landsliðsins í sigri á Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.

Brasilía vann öruggan 4-1 sigur á Kóreumönnum í gær og er liðið komið í 8-liða úrslit. Öllum mörkunum var fagnað með dansi og þjálfarinn Tite tók meira að segja þátt í eitt skiptið.

Keane var hins vegar ekki skemmt. „Mér líkar ekki við þetta. Fólk segir að þetta sé þeirra menning en ég tel þetta óvirðingu við andstæðinginn. Þeir skoruðu fjögur mörk og gerðu þetta í öll skiptin,“ segir hann og tekur fram að honum hafi fundist það sérstaklega athyglisvert þegar Tite tók þátt.

Þessi ummæli Keane hafa ekki fallið vel í kramið í Brasilíu. Sjónvarpsstöðin TNT Sports tók hann til að mynda fyrir.

„Hæ Roy Keane. Líkar þér ekki við dansana? Það var nú verra því þetta er Brasilía. Það væri gaman að sjá hvort þú getir gert þetta. Tite mun dansa sama þó þér líki það eða ekki,“ var skrifað á Twitter-aðganga stöðvarinnar.

Sjónvarsstöðin Globo lét sitt ekki eftir liggja og fjallar vel um lágpunkta Keane á ferlinum. Tekin er fyrir ljót tækling hans á Alf-Inge Haaland og þegar samband hans við Mick McCarthy hjá írska landsliðinu súrnaði.

Luis Castro, aðalþjálfari Botafogo í Brasilíu, tjáði sig einnig um þetta. „Roy Keane skilur ekki menninguna í brasilískum fótbolta. Hann skilur ekki liðið. Hann talar á ófágaðan hátt um það sem gerðist.“

Almenningur í Brasilíu hjólar þá í Keane á samfélagsmiðlum, þar sem grófustu ummælin má finna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“