Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að félagið sé að leita að sóknarmanni og stefni á að sækja einn slíkan í félagaskiptaglugganum sem opnar í janúar.
Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið á dögunum. Samningi hans var rift eftir viðtalið fræga við Piers Morgan. Félagið leitar því að sóknarmanni
„Við þurfum að vera með ákveðið marga leikmenn í hópnum en við þurfum líka samkeppni innan hópsins,“ segir Ten Hag.
Hollendingurinn vildi fá landa sinn Cody Gakpo frá PSV en sá fer til Liverpool.
„Við erum að leita að manni sem passar inn í þann hóp sem við erum með.
Leikmaðurinn þarf að passa við það sem við viljum gera inni á vellinum en þarf einnig að vera innan þess fjárhagslega ramma sem við erum með.“