James Maddison, leikmaður Leicester City, verður ekki með liðinu í stórleik sem fer fram á morgun.
Leicester spilar þá afar erfiðan leik gegn Liverpool og verður mikilvægasti leikmaðurinn fjarri góðu gamni.
Maddison er að glíma við hnémeiðsli en Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur staðfest að hann taki ekki þátt.
Maddison var hluti af enska landsliðinu á HM í Katar en fékk að þessu sinni ekki eina einustu mínútu.
Maddison var tæpur fyrir mótið í Katar en hann aftur sársauka er hann mætti á æfingar hjá Leicester í þessari viku.