Luis de la Fuente hefur verið ráðinn sem nýr þjálfara karlalandsliðs Spánar. Knattspyrnusambandið þar í landi staðfestir þessi tíðindi.
Fyrr í dag varð það ljóst að Luis Enrique stígi til hliðar sem þjálfari í kjölfar þess að Spánn datt úr leik í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.
Fuente hefur reynslu af því að þjálfa yngri landslið Spánar, þar sem hann hefur stýrt U-19, U-21 og U-23 ára liðinu.
Þá hefur hann einnig reynslu af félagsliðaboltanum á Spáni. Þetta er stærsta starf Fuente hingað til.
🔴 OFICIAL | La @RFEF confía en Luis de la Fuente como nuevo seleccionador nacional @SEFutbol
✏️ La junta directiva debe aprobar el nombramiento el próximo lunes
🔗 https://t.co/Pj4Wf6McMx#VamosEspaña pic.twitter.com/V3iIvR5EUx
— RFEF (@rfef) December 8, 2022