Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV hefur vakið verðskuldaða athygli á Heimsmeistaramótinu í Katar. Gunnar er líflegur lýsandi og lifir sig inn í leikinn.
Gunnar lýsti leik Marokkó og Spánar í gær þar sem hinir fyrrnefndu unnu glæstan sigur í vítaspyrnukeppni.
Gunnar stóð upp úr stól sínum og hóf að öskra á sjónvarpsskjáinn og skilaði ástríðan hans sér inn í stofur landsmanna.
Instagram reikningur RÚV birti skemmtileg myndband af Gunna Jagúar þar sem hann missti sig í gleðinni.
Atvikið er stórskemmtilegt og má sjá hér að neðan.