Kylian Mbappe er ekki með stórt egó að sögn landsliðsþjálfara Frakklands, Didier Deschamps, en þeir eru nú saman á HM í Katar.
Mbappe hefur oftar en einu sinni verið ásakaður um að horfa of stórt á sjálfan sig og vildi risasamning í París til að framlengja samning sinn við PSG.
Deschamps tekur þó fram að Mbappe sé enginn egóisti og að hann vilji aðeins það besta fyrir Frakkland eins og aðrir leikmenn.
,,Hann er í góðu standi svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því en þú segir að við þurfum að taka á hans egói?“ sagði Deschamps.
,,Hvað vitið þið um það? Ég veit mitt en þið vitið ekkert. Kylian er ekki með stórt egó, það er ekki rétt. Hann er mikilvægur leikmaður í liðinu, auðvitað.“
,,Hann er stjarna en hann er hins vegar ekki 18 ára gamall lengur, hann er með meiri reynslu.“