Það voru margir sem bjuggust við miklu af landsliði Serbíu á HM í Katar en liðið sýndi svo gott sem ekkert í keppninni.
Serbarnir eru úr leik eftir leik við Sviss í kvöld og mistókst að vinna leik í riðlakeppninni og kveður með eitt stig.
Sviss er komið áfram með 3-2 sigri og fer í 16-liða úrslitin ásamt Brasilíu sem toppar riðilinn.
Kamerún átti möguleika á að komast í næstu umferð en þurfti að treysta á rétt úrslit í hinum leiknum.
Kamerún kláraði sitt verkefni og vann lið Brasilíu en því miður dugar það ekki til.
Serbía 2 – 3 Sviss
0-1 Xherdan Shaqiri(’20)
1-1 Aleksandar Mitrovic(’26)
2-1 Dusan Vlahovic(’35)
2-2 Breel Embolo(’44)
2-3 Remo Freuler(’48)
Kamerún 1 – 0 Brasilía
1-0 Vincent Aboubakar(’92)