Sóknarleikur Brasilíu hikstaði svo sannarlega í fjarveru Neymar sem er meiddur og óvíst er hvort eða hvenær hann verður leikfær aftur.
Brasilía mætti Sviss á Heimsmeistaramótinu í Katar í dag en leikurinn var ágætis skemmtun.
Mark var dæmt af Brasilíu í síðari hálfleik þegar Vinicus Jr setti knöttinn í netið en eftir nokkra bið tók VAR markið aftur.
Það var ekki fyrr en á 83 mínútu sem Brasilíu tókst að brjóta vörn Sviss niður. Þar var að verki, Casemiro sem þrumaði knettinum í netið.
Fallegt skot sem endaði í netinu og tryggði Brasilíu sigur og farmiða í 16 liða úrslitin.