Belgíska landsliðið á möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum HM í dag er liðið mætir Marokkó.
Belgía vann 1-0 sigur á Kanada í fyrstu umferð F riðils á meðan Marokkó er með eitt stig líkt og Króatía en þau lið gerðu jafntefli í vikunni.
Romelu Lukaku, helsti framherji Belga, er á bekknum í dag eftir að hafa verið frá í fyrsta lek liðsins vegna meiðsla í læri.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í öðrum leik dagsins.
Belgía: Courtois; Meunier, Vertonghen, Alderweireld, Castagne; Witsel, Onana; Thorgan Hazard, De Bruyne, Eden Hazard; Batshuayi.
Marokkó: Bono; Hakimi, Saïss, Aguerd, Mazraoui; Amrabat, Ounahi, Amallah; Boufal, En-Nesyri, Ziyech.