fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Hljóðbrot af fréttamanni RÚV vekur gríðarlega athygli – „Ekkert hægt að detta í símann“

433
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn Hörður Magnússon vakti lukku í gær er hann lýsti leik Belgíu og Kanada á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Belga, þar sem Kanada var þó betri aðilinn. Michy Batshuayi skoraði eina mark leiksins.

Það kom upp skemmtilegt atvik í leiknum þegar Hörður hélt að dómarinn hafi dæmt vítaspyrnu á Belga, svo var ekki, en hann hafði æst sig ansi vel í lýsingunni. Hann var hins vegar ekki sammála dómaranum.

Þetta var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag.

„Hann spólaði þarna upp og var fljótur að sjá að þetta væri rangstaða,“ segir Hörður Snævar Jónsson. „Það er ekkert hægt að detta í símann þegar Höddi er að lýsa. Það er gleði og læti í þessu.“

Helgi Fannar Sigurðsson tók til máls og hrósaði Herði einnig.

„Maður fær nostalgíu líka því þegar ég var ungur að byrja að fylgjast með fótbolta var hann alltaf að lýsa. Hann gerir leikina skemmtilegri og er með frábæran leikskilning, segir fólki eitthvað sem það veit ekki endilega.“

Aron Guðmundsson tók í sama streng.

„Hann leyfir sér að sýna tilfinningar, fara upp á háa C-ið, vera ósammála dómaranum. Það er unun að horfa á leiki sem hann lýsir.“

Það má heyra umræðuna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli

Þrír leikmenn óvænt mættir á æfingu hjá United í dag eftir meiðsli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Góðar og slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn United í aðdraganda leiksins mikilvæga

Góðar og slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn United í aðdraganda leiksins mikilvæga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum

Biluð tölfræði úr Garðabænum í gær – Víkingur hefði átt að ganga frá leiknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Getur ekki mætt á morgun eftir að systir hans lést – „Hún hafði barist í 20 ár“

Getur ekki mætt á morgun eftir að systir hans lést – „Hún hafði barist í 20 ár“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Í gær

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna
433Sport
Í gær

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ