fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Meistaradeildin: Man City og Chelsea unnu riðlana – FCK fer ekki í Evrópudeild

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar er nú lokið en síðasta umferðin fór fram í kvöld.

Nú er ljóst hvaða lið eru búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum en það var þó í raun klárt fyrir leiki vikunnar í flestum riðlum.

Chelsea vann sitt verkefni 2-1 gegn Dinamo Zagreb í kvöld þar sem óvæntur markaskorari komst á blað.

Denis Zakaria skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Chelsea er liðið tryggði efsta sætið í riðli E.

Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrir FCK sem gerði 1-1 jafntefli við Dortmund en er úr leik.

FCK fékk aðeins þrjú stig í riðlakeppninni og fer ekki í Evrópudeildina. Manchester City og Dortmund fara upp úr riðlinum en Sevilla fer í Evrópudeild.

Juventus rétt náði að tryggja sér sæti í Evrópudeild eftir 2-1 tap heima gegn PSG í kvöld. Maccabi Haifa mistókst að fá stig gegn Benfica á heimavelli og endar í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig líkt og Juventus.

Það eru PSG og Benfica sem fara áfram en það fyrrnefnda endaði í efsta sætinu.

Chelsea 2 – 1 Dinamo Zagreb
0-1 Bruno Petkovic(‘6)
1-1 Raheem Sterling(’18)
2-1 Denis Zakaria(’30)

Juventus 1 – 2 PSG
0-1 Kylian Mbappe(’13)
1-1 Leonardo Bonucci(’39)
1-2 Nuno Mendes(’69)

Manchester City 3 – 1 Sevilla
0-1 Rafa Mir(’31)
1-1 Rico Lewis(’52)
2-1 Julian Alvarez(’73)
3-1 Riyad Mahrez(’83)

AC Milan 4 – 0 Salzburg
1-0 Olivier Giroud(‘4)
2-0 Rade Krunic(’46)
3-0 Olivier Giroud(’57)
4-0 Junior Messias(’90)

FCK 1 – 1 Dortmund
0-1 Thorgan Hazard(’23)
1-1 Hákon Arnar Haraldsson(’41)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea
433Sport
Í gær

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts