fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Gummi Magg skrifar undir hjá Fram eftir að hafa rift samningi þar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 10:14

Mynd: Fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Magnússon hefur framlengt samning sinn við Fram. Hann rifti samningi sínum á dögunum en hefur nú skrifað undir nýjan samning.

Tímabilið 2022 var frábært hjá Guðmundi og setti hann boltann í netið alls 17 sinnum í Bestu deildinni og deildi þar með markakóngstitlinum. Guðmundur hefur framlengt út keppnistímabilið 2024 og er því ljóst að Guðmundur mun leika allavega tvö tímabil í viðbót í bláu treyjunni.

„Það er ánægjulegt að vera búinn að framlengja við félagið mitt. Það kom ekkert annað til greina en að vera áfram og byggja ofan á þá góðu hluti sem eiga sér stað bæði innan félagsins og hjá mér persónulega. Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímum og vona að við náum að gera betur á næsta ári og að við höldum áfram að skemmta okkar fólki sem og áhugamönnum um íslenska boltann,“ Sagði Guðmundur við heimasíðu Fram.

Árið var ekki bara stórt hjá Guðmundi hvað frammistöðu varðar en þá rauf hann einnig 200 leikja múrinn í sumar og hefur spilað 202 leiki fyrir félagið. Guðmundur fer því í hóp 26 eðal manna sem hafa afrekað það hjá Fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni Ben lýsir vendipunkti – „Kom í ljós að það myndi aldrei lagast“

Bjarni Ben lýsir vendipunkti – „Kom í ljós að það myndi aldrei lagast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gervityppi og víbradorar seljast eins og heitar lummur þessa dagana – Ástæðan sögð þessi

Gervityppi og víbradorar seljast eins og heitar lummur þessa dagana – Ástæðan sögð þessi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Þetta verður úrslitaleikur HM

Ofurtölvan stokkar spilin – Þetta verður úrslitaleikur HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hræðist engan leikmann Englands en nefnir þann hættulegasta – ,,Skil ekki af hverju hann er ennþá þarna“

Hræðist engan leikmann Englands en nefnir þann hættulegasta – ,,Skil ekki af hverju hann er ennþá þarna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikirnir sem Jesus missir af – Skellur fyrir Arsenal í toppbaráttunni

Leikirnir sem Jesus missir af – Skellur fyrir Arsenal í toppbaráttunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endrick endar í spænsku höfuðborginni

Endrick endar í spænsku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu

Svarar fjölmiðlamönnum og reynir að drepa þessa sögulínu