fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
433Sport

Eiður Smári grunaður um ölvunarakstur og fundað er um stöðuna

433
Fimmtudaginn 6. október 2022 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is eru FH-ingar að funda þessa stundina vegna gruns um ölvunarakstur Eiðs Smára Guðjohnsen þjálfara liðsins.

Mannlíf.is sagði fyrst frá.

Samkvæmt heimildum er til skoðunar að reka Eið úr starfi en hann er grunaður um ölvunarakstur fyrr í vikunni. FH tapaði gegn ÍBV í Bestu deildinni í gær.

Eiður Smári tók við FH í sumar ásamt Sigurvini Ólafssyni en liðið er í fallsæti í Bestu deild karla þegar fjórir leikir eru eftir.

Eiður Smári er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann er að stýra FH í annað sinn á ferlinum. Hann var einnig þjálfari liðsins árið 2020.

Eiður hætti með FH eftir það tímabil og gerðist aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Samningi Eiðs við landsliðið var svo sagt upp seint á síðasta ári.

Samkvæmt heimildum hefur verið fundað um málið í allan morgun og verður Eiður Smári kallaður til fundar innan tíðar til að ræða stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall með Jesus en enginn framherji verður keyptur

Áfall með Jesus en enginn framherji verður keyptur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hverjir verða markverðir United á næstu leiktíð? – Reynslubolti á óskalistanum

Hverjir verða markverðir United á næstu leiktíð? – Reynslubolti á óskalistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa ekkert gott að segja um skemmtiferðaskipið – Gestur pissaði fram af svölunum

Hafa ekkert gott að segja um skemmtiferðaskipið – Gestur pissaði fram af svölunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sky Sports segir fréttir Marca af málefnum Ronaldo rangar

Sky Sports segir fréttir Marca af málefnum Ronaldo rangar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu hvernig tekið var á móti enska landsliðinu á hótelinu í nótt – Grealish allt í öllu

Sjáðu hvernig tekið var á móti enska landsliðinu á hótelinu í nótt – Grealish allt í öllu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ný ummæli stjórans högg í maga stuðningsmanna Chelsea

Ný ummæli stjórans högg í maga stuðningsmanna Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona Messi húðskammaði son þeirra fyrir allra augum í Katar eftir að hann gerði þetta

Eiginkona Messi húðskammaði son þeirra fyrir allra augum í Katar eftir að hann gerði þetta
433Sport
Í gær

Pickford klár í að fara á punktinn fyrir England

Pickford klár í að fara á punktinn fyrir England