fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Klopp stendur með Trent: Ekki séð svona bakvörð áður

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. október 2022 19:48

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um bakvörðinn Trent Alexander-Arnold sem hefur legið undir töluverðri gagnrýni undanfarna mánuði.

Margir telja að Trent sé ekki nógu góður að sinna varnarvinnunni en er gríðarlega öflugur í sókninni.

Klopp segir það í raun fáránlegt að dæma Trent út frá einum eiginleika og skilur ekki gagnrýnina heilt yfir.

,,Hæfileikarnir sem hann er með, að vera svona mikilvægur þegar við erum með boltann, fyrir hægri bakvörð er þetta ruglað,“ sagði Klopp.

,,Ég veit ekki hvort ég hafi séð hægri bakvörð eins og hann áður. Hann sendir boltann hingað og þangað, skiptir um kant, tekur aukaspyrnur og hornspyrnur og ákvarðanatakan er svo fljót. Hann er framúrskarandi knattspyrnumaður.“

,,Ég bara skil þetta ekki. Samþykkjum við það bara að heimsklassa leikmaður sé dæmdur á einum eiginleika því hann er ekki jafn góður og aðrir á einu sviði?“

,,Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá væri hann ekki að spila. Hann tekur þátt í öllu og gerir það vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni