fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Enn sár eftir að verðlaunaafhendingunni var slaufað – ,,Ef þeir hætta ekki við þau auðvitað“

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. október 2022 18:34

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, er enn sár eftir ákvörðun sem var tekin árið 2020 er COVID-19 var upp á sitt versta.

Lewandowski hefði líklega verið valinn besti leikmaður heims árið 2020 en ákveðið var að hætta við verðlaunaafhendinguna vegna kórónuveirunnar.

Það hefði verið í fyrsta sinn sem Lewandowski vinnur þessi verðlaun en hann átti stórkostlegt ár og tímabil og skoraði þar 55 mörk í 47 leikjum.

Því miður fyrir sóknarmanninn voru þau verðlaun aldrei afhent en á þessu ári eru þau að öllum líkindum á leið til Karim Benzema, leikmanns Real Madrid.

Lewandowski viðurkennir að Benzema eigi verðlaunin skilið en virðist enn vera svolítið sár yfir því að hafa ekki fengið sitt á sínum tíma.

,,Hann er líklega einn af þeim líklegustu til að vinna verðlaunin, ef þeir hætta ekki við þau auðvitað,“ sagði Lewandowski.

,,Ef ekki þá mun hann að öllum líkindum vinna Ballon d’Or á þessu ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar