Diogo Jota segir að Darwin Nunez sé að aðlagast vel hjá Liverpool eftir erfiðar vikur undanfarið.
Nunez kom til Liverpool frá Benfica fyrir 85 milljónir punda í sumar. Það voru miklar væntingar gerðar til hans. Hann fór ágætlega af stað en fékk svo rautt spjald sem hélt honum utan vallar í þrjá leiki.
Úrúgvæinn skoraði hins vegar í síðasta leik gegn Arsenal.
„Stundum kemstu yfir hluti. Hann byrjaði vel og fólk hélt kannski að hann þyrfti ekki að aðlagast en það þurfti kannski nokkra leiki þar til hann gæti sýnt okkur frammistöður eins og í fyrra,“ segir Jota.
Liverpool mætir Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld og vonar Jota að Nunez geti sannað sig enn frekar þar.
„Hann hefur þegar skorað og hann er að finna sig. Við erum líka farnir að skilja hann betur. Ég vona að hann sanni sig enn frekar á morgun (í kvöld).“