Trent Alexander-Arnold svaraði gagnrýnendum heldur betur í gær í sigri Liverpool gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu.
Bakvörðurinn hefur legið undir mikilli gagnrýni á þessu tímabili. Þá fékk hann ekkert að spila með enska landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga.
Trent átti hins vegar afar góðan leik í gær. Skoraði hann til að mynda glæsilegt aukaspyrnumark.
Mohamed Salah, sem einnig hefur ekki átt sitt besta tímabil, skoraði seinna mark Liverpool og innsiglaði 2-0 sigur.
Í uppbótartíma ákvað Klopp svo að taka Trent af velli og gaf hann með því áhorfendum tækifæri til að hylla hann.
Það gerðu aðdáendur, líkt og sjá má hér að neðan.
— Dan (@DanMarland_) October 4, 2022