fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Samskiptastjóri KSÍ: „Held að hálfvitar verði alltaf hálfvitar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 14:00

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir stuðningsmenn Víkings R. sýndu af sér óæaskilega hegðun á bikarúrslitaleiknum gegn FH á Laugardalsvelli á laugardag.

Félagið harmaði þetta í yfirlýsingu í gær. „Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna,“ segir í yfirlýsingu Víkinga.

„Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit.“

Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, tjáði sig um málið við Vísi í dag.

„Ég held að hálfvitar verði alltaf hálfvitar. Það er fátt sem stoppar hálfvita í að hegða sér eins og hálfviti ef hann ætlar að gera það á annað borð. Þá breytir engu hversu margir eru í gæslunni. Það er kjarninn í þessu,“ segir Ómar.

„Uppsetningin á gæslunni er alltaf metin fyrir hvern einasta leik. Núna erum við í endurmati eins og eftir alla leiki. Eitt af því sem við erum að skoða er framkvæmdin í heild sinni, þar á meðal þessi atvik sem komu upp. Gæslan var eins og hún átti að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Í gær

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög