Vængmaðurinn Leandro Trossard fer svekktur á koddann í kvöld eftir leik Liverpool og Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Trossard var stórkostlegur fyrir Brighton í dag og skoraði þrennu á Anfield í leik sem liðinu tókst ekki að vinna.
Roberto Firmino gerði einnig tvö mörk fyrir Liverpool í skemmtilegasta leik dagsins sem lauk með 3-3 jafntefli.
Chelsea vann sinn fyrsta sigur undir Graham Potter er liðið heimsótti Crystal Palace á Selhurst Park.
Conor Gallagher sá um að tryggja Chelsea stigin þrjú gegn sínum gömlu félögum með sigurmarki á lokamínútu leiksins.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
Liverpool 3 – 3 Brighton
0-1 Leandro Trossard(‘4)
0-2 Leandro Trossard(’18)
1-2 Roberto Firmino(“33)
2-2 Roberto Firmino(’54)
3-2 Adam Webster(’63, sjálfsmark)
3-3 Leandro Trossard(’83)
C. Palace 1 – 2 Chelsea
1-0 Odsonne Edouard(‘7)
1-1 Piere Emerick Aubameyang(’38)
1-2 Conor Gallagher(’90)
Fulham 1 – 4 Newcastle
0-1 Callum Wilson(’11)
0-2 Miguel Almiron(’33)
0-3 Sean Longstaff(’43)
0-4 Miguel Almiron(’57)
1-4 Bobby Reid(’88)
Southampton 1 – 2 Everton
1-0 Joe Aribo(’49)
1-1 Conor Coady(’52)
1-2 Dwight McNeil(’54)
Bournemouth 0 – 0 Brentford