fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Vanda skipar starfshóp sem skoða á innra skipulag vegna skýrslu ÍSÍ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 15:30

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefur skipað starfshóp sem á að skoða skýrslu ÍSI þar sem fjallað er um vinnubrögð KSÍ í tenglum við ásakanir á hendur landsliðsmanna.

Skýrsla ÍSÍ kom út seint á síðasta ári þar sem fjallað var ítarlega um þau mál er varðar málefni landsliðsmanna og ásakanir um kynferðisofbeldi.

KSÍ mun nú ætla að breyta og bæta innra skipulag sitt vegna skýrslunnar. „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ greindi stjórn frá viðræðum við ÍSÍ um skýrsluna. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ lagði fram þá tillögu að skipa þriggja manna starfshóp sem rýni þá þætti skýrslunnar sem snúa að innra skipulagi sambandsins. Vanda lagði fram þá tillögu að skipa Margréti Ákadóttur, Orra Hlöðversson og Valgeir Sigurðsson í starfshópinn. Stjórn samþykkti tillögu formanns;“ segir í fundargerð stjórnar KSÍ.

Margrét, Orri og Valgeir eiga öll sæti í stjórn KSÍ og munu nú leggja til breytingar á vinnubrögðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Í gær

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna