fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin íhugar breytingar varðandi frestun leikja

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum varðandi frestun leikja vegna fækkandi Covid smita undanfarnar fjórar vikur.

Nefndarmenn munu hittast á miðvikudag til ræða málin. Deildin hefur frestað 22 leikjum á yfirstandandi tímabili vegna Covid smita, meiðsla og landsliðsverkefna og hefur enska úrvalsdeildin hlotið gagnrýni fyrir.

Viðureign Arsenal og Tottenham þann 16. janúar síðastliðinn var síðasti leikurinn sem frestað var vegna kórónuveirunnar. Nýjar reglur gætu tekið gildi fyrir 5. febrúar næstkomandi þegar deildin hefst á ný eftir tveggja vikna hlé.

Enska úrvalsdeildin var gagnrýnd eftir að fréttir bárust um að félög væru að notfæra sér reglur um frestun leikja. Félögum var tilkynnt í desember að ekki væri hægt að fara fram á frestun ef lið hefði fleiri en 13 útileikmenn leikfæra auk markmanns.

Félög geta lagt fram beiðni um frestun, ekki einungis vegna Covid smita, heldur ef leikmenn liðsins eru meiddir eða með landsliðum sínum.

Forsvarsmenn telja að nú sé tímabært að breyta reglunum þar sem slakað hefur verið á sóttvarnarreglum á Englandi, og tilfellum hefur fækkað í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum fjórum vikum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Í gær

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Í gær

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United