fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Man City að krækja í argentískan framherja

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 24. janúar 2022 19:32

Julian Alvarez (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englandsmeistarar Manchester City eru nálægt því að krækja í argentíska framherjann Julian Alvarez. BBC segir frá.

Alvarez hefur skorað 36 mörk í 96 leikjum með Argentínumeisturum River Plate og er talinn einn hæfileikaríkasti leikmaður Suður-Ameríku.

Ungstirnið var hluti af hópnum sem vann S-Ameríkukeppnina í júlí í fyrra. Framherjinn er samningsbundinn River Plate til desember 2022.

Pep Guardiola hefur áður talað um að liðið þurfi á hefðbundnum framherja að halda, en þrátt fyrir að vera án slíks framherja bróðurpart tímabils í fyrra vann City ensku úrvalsdeildina og er nú níu stigum á undan Liverpool á toppnum.

Alvarez, sem er 21 árs gamall, hefur leikið fimm leiki fyrir Argentínu, og var nýlega valinn í hóp liðsins fyrir leiki gegn Síle og Kólumbíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær