fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
433Sport

Launapakkinn hræðir PSG og Juventus

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. janúar 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang framherji Arsenal er efins um það að ganga í raðir Al Hilal í Sádí Arabíu. Félagið vill krækja í framherjann frá Gabon.

Arsenal reynir sitt besta til að losna við Aubameyang sem hefur ekki fengið tækifæri eftir að hann braut agareglur félagsins í desember.

Mikel Arteta vill losna við Aubameyang en ekkert félag hefur hingað til stokkið til og verið klárt. Framherjinn þénar 350 þúsund pund á viku sem fælir mörg félög frá.

Aubameyang hefur verið orðaður við bæði PSG og Juventus en bæði félögin treysta sér ekki í launapakka framherjans.

Al Hilal er til í að taka Aubameyang á láni og borga öll hans laun en framherjinn efast um skrefið til Sádí Arabíu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“

Vandræðagemsinn stal fyrirsögnunum á titilfögnuði City – ,,Takið hann af velli sem fyrst“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum

Uppfyllir hinstu ósk umboðsmannsins umdeilda og tekur við stjórnartaumunum
433Sport
Í gær

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann

Lögreglan ætlar ekkert að aðhafast í máli Vieira eftir að hann sparkaði í stuðningsmann
433Sport
Í gær

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool

Þakkar pirruðum forráðamönnum Real Madrid fyrir – Ætlar að styðja liðið gegn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum

Sjáðu sturluð tilþrif Balotelli í leik með Birki og félögum
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu

Sjáðu myndirnar: Stjörnum prýtt partí langt fram eftir nóttu