Jamaíka tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í nótt þegar liðið mætti Argentínu í vináttulandsleik í Bandaríkjunum. Argentínska knattspyrnu goðsögnin Lionel Messi sýndi snilli sína og reyndist Jamaíka erfiður.
Það var Julian Alvarez sem sem kom Argentínu yfir strax á 13. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Messi byrjaði sjálfur á varamannabekknum en inn á 56. mínútu. Hann bætti við tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili undir lok leiks og innsiglaði 3-0 sigur Argentínu.
Það var vitað að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir Jamaíka enda Argentína með eitt besta landslið heims en vonandi að lærisveinar Heimis taki góða reynslu með sér úr leiknum því möguleiki var á jafntefli í stöðunni 1-0 allt þar til Messi bætti við öðru marki á 86. mínútu.