Chelsea getur keypt Tammy Abraham aftur frá Roma fyrir 80 milljónir evra næsta sumar, kjósi félagið að gera svo.
Hinn 24 ára gamli Abraham gekk í raðir Roma frá Chelsea fyrir rúmu árið síðan. Hann hefur staðið sig vel, skorað 29 mörk og í 61 leik fyrir ítalska félagið.
Abraham fékk ekki það hlutverk sem hann vildi hjá Chelsea og fór til Roma, þar sem hann er aðalmaðurinn. Ítalska félagið borgaði 40 milljónir evra fyrir hann.
Samkvæmt Fabrizio Romano er leikmaðurinn afar ánægður í ítölsku höfuðborginni og alls ekki víst að hann vilji fara aftur til Chelsea næsta sumar.
Enska félagið hefur hins vegar möguleika á að kaupa hann fyrir 80 milljónir evra. Það gæti reynst freistandi, enda leikmaðurinn staðið sig vel í Serie A.