fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Maguire þolir þetta ekki við De Gea – Hafði veruleg áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 08:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, þolir ekki hvernig David De Gea, markvörður liðsins, spilar. Þetta herma heimildir ESPN.

Á miðlinum er farið yfir vandræði Maguire undanfarið, til að mynda á síðustu leiktíð.

Þá endaði United í sjötta sæti og olli gífurlegum vonbrigðum.

Stór ástæða þess að varnarleikur liðsins var eins slakur og raun bar vitni á síðustu leiktíð er sögð samskiptaleysi á milli Maguire og De Gea.

Enski landsliðsfyrirliðinn er sagður verulega pirraður á hvernig Spánverjinn staðsetur sig og að hann stígi ekki oftar af marklínunni, eitthvað sem De Gea hefur verið mikið gagnrýndur fyrir.

Lisandro Martinez gekk í raðir United í sumar og hefur verið í miðverðinum ásamt Raphael Varane, á kostnað Maguire. Er talið að Argentínumaðurinn nái mun betur saman með De Gea en fyrirliðinn Maguire.

Maguire er dýrasti varnarmaður sögunnar en er nú orðinn varamaður á Old Trafford. Hann hefur þó haldið fyrirliðabandinu í þeim leikjum sem hann spilar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Í gær

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Í gær

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því