fbpx
Þriðjudagur 06.desember 2022
433Sport

Sjáðu svakalegt safn Messi af fasteignum – Kosta hátt í fjóra milljarða

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 14:36

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi, einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar, á nóg af rándýrum fasteignum úti um heim allan. Breska götublaðið The Sun tók saman lista yfir eignir hans, sem metnar eru á 23 milljónir punda.

Messi er leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi. Argentínumaðurinn er metinn á 524 milljónir punda.

Sem stendur leigir hann, ásamt konu sinni og börnum, íbúð í Villes de Neuilly-hverfinu í París á um 18 þúsund pund á viku.

Hér að neðan má sjá lista yfir eignir hans og staðina sem þær eru á.

Barcelona

Þar til fyrir rúmu ári síðan var Barcelona eina félagið sem Messi hafði leikið með í meistaraflokki. Hann á hús þar í úthverfi sem er metið á 5,5 milljónir punda. Þar er glæsilegt útsýni og allt til alls, eins og sundlaug og fótboltavöllur. Þá mega flugvélar ekki fljúga í nálægt við húsið, svo þar er algjör friður.

Miami

Árið 2020 fór Messi að fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann splæsti í íbúð með svakalegu útsýni, vínkjallara, sundlaug, líkamsrækt, barnaleiksvæði og fleiru.

Ibiza

Messi á þá hótel á Ibiza sem hefur þó ekki enn verið tekið í notkun. Mynd af því má sjá hér að neðan.

Rosario

Messi keypti sér rándýr setur í heimaborg sinni í Argentínu. Talið er að þar séu um 20-25 herbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu magnað mark Richarlison fyrir Brasilíu í kvöld

Sjáðu magnað mark Richarlison fyrir Brasilíu í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brasilía gerði út um leikinn í fyrri hálfleik – Mæta Króötum

Brasilía gerði út um leikinn í fyrri hálfleik – Mæta Króötum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Brasilíu og Suður-Kóreu – Neymar snýr aftur

Byrjunarlið Brasilíu og Suður-Kóreu – Neymar snýr aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Króatía í 8-liða úrslit eftir fyrstu vítaspyrnukeppnina í Katar – Markvörðurinn hetjan

Króatía í 8-liða úrslit eftir fyrstu vítaspyrnukeppnina í Katar – Markvörðurinn hetjan
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrópuðu fúkyrðum að Messi – Nokkrum sekúndum síðar litu þeir út eins og bjánar

Hrópuðu fúkyrðum að Messi – Nokkrum sekúndum síðar litu þeir út eins og bjánar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu atvikið í Katar í gær: Skap ísraelska sjónvarpsmannsins breyttist skyndilega þegar ungi Englendingurinn minntist á Palestínu

Sjáðu atvikið í Katar í gær: Skap ísraelska sjónvarpsmannsins breyttist skyndilega þegar ungi Englendingurinn minntist á Palestínu