fbpx
Sunnudagur 18.janúar 2026
433Sport

James Rodriguez aftur að færa sig um set

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Rodriguez er á leið til Grikklands, þar sem hann mun skrifa undir lánssamning við stórlið Olympiacos þar í landi. Það er Fabrizio Romano sem segir frá.

Hinn 31 árs gamli Rodriguez er á mála hjá Al-Rayyan í Katar sem stendur. Samningur hans þar rennur ekki út fyrr en í lok júní 2024.

Ferill Rodriguez hefur legið niður á við undanfarin ár. Hann var á sínum tíma einn mest spennandi leikmaður heims.

2020 gekk hann í raðir Everton frá Real Madrid. Ári síðar var hann farinn til Katar.

Rodriguez flýgur til Grikklands í dag til að ganga undir læknisskoðun. Hann hefur þegar gert munnlegt samkomulag við Olympiacos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ein glæsilegasta eiginkonan mætt á forsíður blaðanna – Segir frá því hvað gerðist í vikunni

Ein glæsilegasta eiginkonan mætt á forsíður blaðanna – Segir frá því hvað gerðist í vikunni
433Sport
Í gær

Telja sig vera með arftaka kláran ef Maguire fer í sumar

Telja sig vera með arftaka kláran ef Maguire fer í sumar
433Sport
Í gær

Eyjólfur staðfestur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik – Ísleifur í stórt starf

Eyjólfur staðfestur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik – Ísleifur í stórt starf
433Sport
Fyrir 2 dögum

Keane tætti Neville og United í sig – Gagnrýnir harðlega þá menn sem fengu starf í vikunni

Keane tætti Neville og United í sig – Gagnrýnir harðlega þá menn sem fengu starf í vikunni