fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Agla María meidd og Ásdís kemur inn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 14:19

Agla María skoraði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, hefur verið kölluð inn í A-landsliðshóp kvenna fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í byrjun næsta mánaðar. Kemur hún inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur, sem ekki getur verið með vegna meiðsla.

Ísland er í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Hollandi. Liðið á þó leik til góða, sem það spilar við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli 2. september.

Svo er úrslitaleikur um beint sæti í lokakeppni HM við Holland ytra fjórum dögum síðar. Liðið sem hafnar í öðru sæti fer í umspil.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, ræddi við 433.is um verkefnin framundan á dögunum.

„Þetta leggst vel í mig. Ég er bjartsýnn og hef fulla trú á að við gerum það sem til þarf til að komast áfram,“ sagði Þorsteinn.

Þó margra augu séu á leiknum við Holland hefur Þorsteinn engar áhyggjur af því að það verði ekki full einbeiting á leikinn við Hvít-Rússa.

„Ég hef engar áhyggjur af því. Þessar stelpur vita alveg hvað þarf að gera til að komast á HM og við munum gera það. Við komum inn í leikinn á móti Hvít-Rússum af fullum krafti.“

Ísland mætir Hvít-Rússum hér heima og Hollendingum ytra. „Ég vonast til að fólk mæti og styðji við liðið, að allir sem voru að tjá sig um það að það hafi ekki verið spilaður heimaleikur áður en við fórum á EM, að þau mæti allavega núna, geri hlutina almennilega, að fólkið sem er að tjá sig endalaust láti sjá sig á vellinum. Þetta snýst um stuðnings, ekki eintómt blaður.“

Þorsteinn væri einnig til í að sjá fólk mæta á útileikinn við Holland. „Ég held það verði slatti á vellinum á Hollandi og góð stemning. Það skiptir okkur máli, það sýndi sig á EM að stuðningur íslenskra áhorfenda er góður og hjálpar liðinu yfir þröskuldinn.“

Ísland tók þátt í lokakeppni EM á dögunum. Liðið gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og komst ekki áfram.

„Ég held algjörlega að leikmenn noti þau sárindi sem við upplifðum eftir að hafa ekki komist upp úr riðlinum, það ýti enn meira við okkur í að taka næsta skref,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ