fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Agla María aftur í Breiðablik

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök en kvennalið félagsins samdi í dag við Öglu Maríu Albertsdóttur.

Agla er leikmaður Hacken í sænsku úrvalsdeildinni en hún gerir lánssamning við Blika út árið.

Agla spilaði með íslenska landsliðinu á EM kvenna í sumar og var þátttakandi í öllum leikjunum í riðlakeppninni.

Hún yfirgaf einmitt Blika til að semja við Hacken fyrr á þessu ári.

Tilkynning Breiðabliks:

Breiðablik og sænska félagið BK Häcken hafa komist að samkomulagi um að Agla María Albertsdóttir komi á láni til Blika fram að áramótum.

Sænska félagið keypti Öglu Maríu í vetur og hefur hún komið við sögu í átta leikjum í sænsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabil, en áður hafði hún skorað 97 mörk í 126 leikjum með Breiðabliki. Hún tekur nú slaginn með Blikum næstu mánuði enda mikið fram undan í deild, bikar og Meistaradeild.

Agla María er nú nýkomin frá Englandi þar sem hún tók þátt í öllum leikjum Íslands á EM, og var meðal annars í byrjunarliðinu gegn Frakklandi þar sem hún spilaði jafnframt sinn 50. A-landsleik.

Það segir sig sjálft hversu stórt það er fyrir Breiðablik og fótboltann hér heima að fá leikmann á borð við Öglu Maríu aftur. Hún er ekki aðeins frábær leikmaður og þrautreynd landsliðskona, heldur er hún einnig mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur.

Velkomin aftur í Kópavoginn, Agla María! 💚

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“