Fulltrúar Manchester United og Ajax munu í dag funda um hugsanleg félagaskipti Lisandro Martinez, leikmanns síðarnefnda félagsins.
Martinez hefur verið orðaður við Man Utd í allt sumar. Arsenal er einnig sagt áhugasamt um leikmanninn.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að viðræður á milli Ajax og Man Utd séu að nálgast mikilvægt stig.
Martinez er að upplagi miðvörður, það hefur vakið athygli þar sem hann er mjög lágvaxinn.
Þá getur þessi argentíski landsliðsmaður einnig spilað sem vinstri bakvörður og fært sig upp á miðjuna.
Manchester United have a meeting scheduled with Ajax, as revealed yesterday. It will take place today as Lisandro Martínez deal is entering key stages. 🚨🔴 #MUFC
New bid ready in order to reach full agreement with Ajax. Man United, confident – player, pushing to leave soon. https://t.co/9zzGv3BwgY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2022