Knattspyrnugoðsögnin Francesco Totti og sjónvarpskonan Ilary Blasi hafa slitið sambandi sínu.
Höfðu þau verið saman í um tuttugu ár. Þau kynntust snemma sumars árið 2002.
Saman eiga Totti og Blasi þrjú börn.
Totti er algjör goðsögn í Rómarborg. Þar lék hann allan sinn feril með Roma.
Ítalinn lék á sínum leikmannaferli 619 leiki með Roma. Í þeim skoraði hann 250 mörk.
Þá lék Totti alls 58 A-landsleiki fyrir hönd Ítalíu. Þar skoraði hann níu mörk.