fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

„Menn í Árbænum eru ekki sáttir, ég get lofað þér því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. júlí 2022 11:30

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir var til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í vikunni.

Liðið er í öðru sæti Lengjudeildar karla en hefur þó ekki verið mjög sannfærandi. Flestir bjuggust við að Fylkir færi örugglega upp í efstu deild á ný.

Fylkir vann öruggan 0-3 sigur á botnliði Þróttar Vogum í síðustu umferð. „Þrátt fyrir að hafa unnið þennan leik þurfa þeir að rífa sig í gang. Menn í Árbænum eru ekki sáttir, ég get lofað þér því,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

Hrafnkell vill sjá liðið styrkja sig. „Þeir gætu þurft að skoða að fá einhverja leikmenn inn. Ég væri til að sjá kraftmikinn miðjumann sem getur brotið upp leikinn.“

Fylkir tekur á móti Þór í næsta leik Lengjudeildarinnar. Hann fer fram á morgun.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík

Þetta er sagan sem Hrafnkell heyrir um næsta stóra nafn sem gæti farið í Grindavík
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp
Hide picture