fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Frægur vandræðagemsi varar stórstjörnurnar tvær við: Hættið að koma ykkur í skotlínuna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 16:30

Jack Grealish elskar gott frí. Myndin er tekin á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum vandræðagemsinn Jermaine Pennant hefur tjáð sig um ensku landsliðsmennina tvo Jack Grealish og Phil Foden.

Foden og Grealish eru oft á milli tannana á fólki en þeir spila báðir fyrir Manchester City og unnu enska titilinn á síðustu leiktíð.

Báðir leikmennirnir eru mikið fyrir það að fara út á lífið og skemmta sér og hafa fengið töluverðan skít í enskum miðlum vegna þess.

Pennant var sjálfur mikið í partílífstílnum á sínum tíma en hann lék um tíma með Liverpool sem og öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Pennant er með ráð fyrir þessar tvær vonarstjörnur en miklar vonir eru bundnar við þá fyrir framtíð enska landsliðsins.

,,Við sjáum myndir af erlendu ofurstjörnunum í stórkostlegum glæsibýlum í sumarfríinum, þeir eru þar með konunni sinni og heimsækja fían veitingastaði og eru einnig með einkaþjálfaranum til að halda sér í formi,“ sagði Pennant.

,,Ekki láta plata ykkur samt, þegar myndavélarnar eru ekki á þeim þá sletta þeir úr klaufunum á eigin heimili þar sem enginn er að fylgjast með eða taka upp eitthvað sem gætti átt sér stað. Þegar þú ert fyrir framan almenning þarftu að vera sniðugur.“

,,Jack og Phil eru ungir strákar og þeir eiga skilið að fara út á lífið í sumarfríinu eftir 10-11 mánuði með Manchester City og unnu þrennuna, þeir mega slaka á.“

,,Þeir þurfa hins vegar að hugsa sig aðeins um og sýna meiri fagmannleika, þeir þurfa að átta sig á hvernig almenningur tekur í hegðun þeirra, hvað blöðin munu segja og hvaða áhrif það gæti haft á orðsporið sem er svo mikilvægt.“

,,Orðsporið mun alltaf fylgja þér svo ef þeir eru að skemmta sér eftir miðnætti á miðju tímabili þá er búist við að þeir séu að drekka sig fulla á meðan þeir gætu vel verið að fá sér bara vatn. Það er ekki rangt að slaka aðeins á en þeir þurfa að passa hegðunina á tímabilinu. Ef þeir vilja komast á toppinn þurfa þeir að sýna meiri fagmannleika.“

,,Ráð mitt er einfalt; ekki koma þér í skotlínuna, ekki enda uppi sem helsta skotmarkið, ekki sverta orðsporið. Skemmtu þér þegar þú ert í fríi og þú kemst ekki í vesen hjá þínu félagi en það verður allt öðruvísi á meðan tímabilið er í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“