fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Davíð Smári: „Það er risastórt fyrir okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 15:00

Davíð Smári Lamude (til vinstri) fyrrum þjálfari Kórdrengja © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, er sáttur með dráttinn í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið dróst gegn FH-ingum á heimavelli.

„Ég er sáttur að fá heimaleik, hlakka til að fá FH-inga í Safamýrina,“ sagði Davíð Smári við 433.is í höfuðstöðvum KSÍ eftir dráttinn í dag.

Kórdrengir léku aðeins í fyrsta sinn í deildarkeppni árið 2017, þá í 4. deild. Síðan þá hefur uppgangurinn verið mikill og liðið nú komið í 8-liða úrslit bikarsins. „Það er risastórt fyrir okkur. Það er ótrúlega mikil tilhlökkun að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Davíð.

Kórdrengir ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í ár en liðið er í áttunda sæti sem stendur. Þó er deildin afar jöfn og liðið aðeins sex stigum frá öðru sæti. „Spilamennskan okkar hefur verið góð. Mér finnst vera stígandi í liðinu. Við lendum í meiðslaveseni í byrjun og erum að klóra okkur til baka úr því. Við erum enn í séns í deildinni og í 8-liða úrslitum í bikar svo hingað til er ekkert svekkelsi. Við erum sáttir með stöðuna, inni í þessu öllu ennþá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea