fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Óskar Hrafn um Gísla: Guð minn góður

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 21:26

Mynd: Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekkert lítið ánægður með sína menn í kvöld er Breiðablik vann KR sannfærandi 4-0 í Bestu deild karla.

Óskar mætti í viðtal við Stöð 2 Sport eftir leik og hrósaði sínum mönnum í hástert sem eru með 11 stiga forskot á toppnum.

Óskar talaði sérstaklega vel um Gísla Eyjólfsson í þessu viðtali og segir hann spila gríðarlega mikilvægt hlutverk í þessu sterka liði Blika.

,,Ég er bara mjög ánægður með spilamennskuna og frammistöðuna og svo er gleðilegt að þrjú stig fylgi með,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

,,Hérna líður mönnum vel og við erum með frábæra stuðningsmenn, þetta er umhverfi sem menn blómstra í en auðvitað er það þannig að hver leikur hefur sitt líf og við erum meðvitaðir um það að við fáum ekkert fyrir það í næsta leik að hafa unnið einhverja leiki hérna. Við þurfum að leggja allt sem við eigum í hvern einasta leik.“

,,Mesta áskorunin er að menn fari ekki að trúa því að þeir séu að fara hlaupa með titilinn eða séu svo æðislegir að þeir geti ekki misstigið sig. Við þurfum að halda auðmýkt og átta okkur á því hvað það er það sem gerir það að verkum að við séum í þeirri stöðu sem við erum í. Við þurfum að vita hvað kom okkur á þann stað sem við erum á og þurfum að viðhalda því.“

,,Aðalmálið er að leikmennirnir eru að leggja sig fram, þeir eru að hlaupa fyrir hvorn annan og berjast fyrir hvern annan. Ég verð að taka út mann eins og Gísla Eyjólfsson sem er einhvern veginn kyndilberi þeirra vinnu og þeirra orku sem þetta lið hefur gefið af sér. Hann hefur verið ómótstæðilegur og ævintýralega góður. Hann hefur ekki skorað og ekki átt stoðsendingu en Guð minn góður vinnuframlagið sem hann leggur á sig, karakterinn sem hann sýnir og dugnaðurinn og hvernig hann gengur fram með fordæmi. Það er auðvelt að mótivera liðið þegar þú ert með einn af bestu gæjunum í liðinu sem hleypur og hleypur og fagnar unnu innkasti eins og hann hafi skorað. Það eru forréttindi.“

,,Þetta var kannski heilsteyptasta frammistaðan okkar í sumar, mér fannst við hafa stjórnað leiknum. Við vorum með stjórn á leiknum allan tímann og ég er hrikalega ánægður með það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“