fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Enska deildin of erfið fyrir Lukaku?

433
Þriðjudaginn 14. júní 2022 19:20

Það er svolítið síðan Romelu Lukaku spilaði fyrir Chelsea. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Obi Mikel, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um núverandi leikmann liðsins, Romelu Lukaku, sem var í vandræðum í vetur.

Lukaku gekk aftur í raðir Chelsea frá Inter Milan síðasta sumar en náði í raun aldrei að sýna sitt rétta andlit í deildinni eftir frábæra dvöl á Ítalíu.

Obi Mikel spilaði með Lukaku hjá Chelsea og er á því máli að enska deildin sé einfaldlega of hröð og of kraftmikil fyrir Lukaku í dag.

Lukaku var góður vanur í hægri deild á Ítalíu segir Obi Mikel og telur hann að enska deildin sé of mikið fyrir Belgann.

,,Deildin hefur breyst mikið. Enska deildin er of sterk í dag, of kraftmikil og of hröð og ítalska deildin er of hæg,“ sagði Obi Mikel.

,,Það er of mikið af gæðum í ensku deildinni, hraðinn er svo miklu meiri en á Ítalíu. Þú getur spilað þar til fertugs en á Englandi er vinnan mun meiri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn