fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Vanda ekki týpan í að reka fólk

433
Sunnudaginn 12. júní 2022 21:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið talað um íslenska karlalandsliðið þessa dagana en liðið stendur nú í miðju verkefni í Þjóðadeildinni.

Ísland hefur gert jafntefli við Ísrael og Albaníu til þessa og vann þá einnig lélegasta landslið heims, San Marínó, með einu marki gegn engu.

Margir kalla eftir því að það verði breytt um landsliðsþjálfara en Arnar Þór Viðarsson hefur sinnt því starfi ásamt því að starfa sem yfirmaður knattspyrnumála.

Það var aðeins rætt þetta mál í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina þar sem þeir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir stöðuna.

Tómas kemur með athyglisverðan punkt í þættinum og segist efast um að formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, sé týpan í að reka fólk, að hún vilji frekar vinna úr hlutunum.

Ef Ísland vinnur ekki Ísrael á morgun þá verður kallað enn harðar eftir því að Arnar verði rekinn en frammistaðan hefur því miður ekki verið nógu sannfærandi á neinn hátt.

,,Nei. Er ekki vanda Vanda nýbúinn að koma með stuðningsyfirlýsingu því hún er svo hrifinn af þessu unga landsliði okkar. Ég bara sé hana ekki fyrir mér sem týpu til að reka fólk. Ég held hún reyni frekar að vinna í hlutunum,“ svaraði Tómas Þór er Elvar spurði hvort Arnar yrði rekinn ef Ísland myndi tapa á morgun.

Elvar nefnir þá að Ísland sé búið að spila þrjá leiki í glugganum án þess að tapa og svaraði Tómas þá nokkuð kaldhæðnislega.

,,Já, eru þetta ekki framfarir? Leikurinn við Albaníu var ekkert spes.“

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Í gær

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það