fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433

Var neyddur til að spila með Covid – Sagt að vera sterkari

433
Laugardaginn 11. júní 2022 08:50

Hoffmann hér til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ron-Thorben Hoffmann, markvörður Bayern Munchen, hefur sagt frá ótrúlegu atviki sem gerðíst í vetur er hann lék með liði Sunderland.

Þessi fyrrum unglingalandsliðsmarkvörður Þýskalands var lánaður til Sunderland í vetur og spilaði rúmlega tíu leiki fyrir félagið.

Hoffmann segist hafa verið á einum tímapunkti neyddur til þess að spila með Covid en hann hafði tekið próf sem var jákvætt.

Samkvæmt honum var Sunderland alveg sama um niðurstöðu prófsins og vildi sjá hann verja mark liðsins þrátt fyrir veikindin.

Þessi 23 ára gamli markvörður fékk litlu ráðið en hann spilaði að lokum veikur eins og félagið bað um.

Hoffmann átti ekki frábæra tíma á Englandi og var fljótt leystur af hólmi af markverðinum Anthony Patterson.

,,Þegar ég kom aftur eftir sjö daga í einangrun þá var mér hent beint aftur í markið,“ sagði Hoffmann við Bild.

,,Ég tók fljótt próf og þar kom í ljós að ég var enn jákvæður. Ég þurfti að spila með kórónuveiruna. Mér leið ekki vel líkamlega en félagið sagði mér að vera sterkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd