Það virðist vera raunverulegur möguleiki á því að Arsenal missi Bukayo Saka í sumar ef félaginum mistekst að koma sér í Meistaradeild Evrópu.
Staða Arsenal er ekki góð en Arsenal hefur kastað frá sér góðri stöðu og Tottenham þarf aðeins jafntefli við Norwich í síðasta leik til að taka fjórða sætið.
The Athletic fjallar um mál Saka í dag og segir að Arsenal vilji framlengja samning hans en City hefur áhuga.
Saka er tvítugur og þénar 30 þúsund pund á viku sem er lítið fyrir lykilmann í ensku deildinni.
SAka á bara tólf mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal og gæti Manchester City reynt að nýta sér það í sumar. Saka er einn efnilegasti leikmaður enska boltans.