Southampton tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 13. mínútu þegar Nathan Redmond skoraði glæsilegt mark.
Fyrrum leikmaður Southampton, Takumi Minamino, jafnaði fyrir Liverpool stundarfjórðungi síðar eftir undirbúning Joe Gomez og Diogo Jota. Liverpool var betri aðilinn í seinni hálfleik og vann sigurmarkið um hann miðjan. Þar var að verki Joel Matip. Lokatölur 1-2.
Úrslitin þýða að Southampton er í fimmtánda sæti deildarinnar með 40 stig fyrir lokaumferðina á sunnudag.
Um síðasta heimaleik tímabilsins var að ræða hjá Southampton og eins og venjan er gengu leikmenn hring um völlinn ásamt fjölskyldum sínum í leikslok til að þakka stuðningsmönnum fyrir leiktíðina sem er að ljúka.
Hins vegar var það svo að flestir stuðningsmenn fóru um leið og lokaflautið gall og voru því fáir eftir til að þakka þegar leikmenn Southampton gengu hringinn.
Stuðningsmenn liðsins hafa verið gagnrýndir fyrir að gera ekki betur en þetta.
Near empty stadium for the players on their “Lap of Honour” take note @SouthamptonFC Simply not good enough. Gutless. passive. Just a massive disappointing end to the season. #saintsfc pic.twitter.com/w41Ih9VzT2
— Its Just Steve (@_Just_Steve) May 17, 2022