Það er stórleikur í Lengjudeild karla í kvöld þegar Kórdrengir taka á móti Fylki í annari umferð.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Hringbraut og útsending hefst klukkan 19:00.
Fylkir vann góðan sigur á KV í fyrstu umferð en Kórdrengir töpuðu fyrir Þór í Boganum á Akureyri.
Ljóst má vera að hart verður barist en báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar en Fylkir féll úr efstu deild á síðasta ári.
19:00 – Kórdrengir vs Fylkir í beinni á Hringbraut